Mig dreymdi töluna sex =>sem táknar samkennd og skynjun handan við skilningarvitin fimm: hún getur líka tengst átökum eða ágreiningi.

Það fer nú ekki mikið fyrir bloggfærslum hjá mér þótt ég hafi haft það að markmiði þegar ég byrjaði að skrifa eitthvað smá á hverjum degi, það er ljóst að ég ætla ekki að gera það, þótt ég hefði viljað skrifa um alla hluti og  hafi skoðun á nánast öllu þá er ég ekki gallalaus og á þess vegna ekki auðvelt með að dæma aðra.

Dagurinn í dag er samt búin að vera ágætur, ég fattaði það í morgun að það hefur ábyggilega engin gert skattskýrslu fyrir mömmu sem lést í desember svo ég hringdi í skattstofuna og jú það þarf víst að gera skattskýrslu ég hef tíma þar til annað kvöld að skila skýrslu ég verð bara að klára á morgun að gera skýrsluna.

Eftir samtal við "skattinn" fór ég í göngutúr með kráku mína inní sveit, ég tók hressilega á og labbaði rösklega en hún kráka mín var ekkert nema letin og slugsaði bara við hliðina á mér og þótti ekkert til göngutúrsins koma, ég var nú svolítið spæld Shockingþví það er farið í sveitina fyrir hana annars hefði ég bara farið í fjallgöngu með öllum hinum í bænum sem eru í lífstílsátaki, þegar heim var komið fékk ég skýringu á því hvað gekk að kráku hún var búin að fara með Elínu í góðan og erfiðan göngutúr þar sem hún ásamt tveimur öðrum hundum fengu að taka á og þau fengu hreyfingu fyrir allan daginn

Af því að ég fór í sveitagöngu og tók vel á Wink þá fór ég í sund, fyrsta sálin  í lauginni klukkan 16:00 og synti svolítið og svamlaði áður en skólatónleikarnir hjá Önnu Margréti byrjuðu klukkan 17:00

Tónleikarnir voru fínir og fullt af frábærum krökkum í tónlistanámi í bænum en gormurinn minn var ekki frábær hún mundi ekki textann og hló bara af því í staðin fyrir að telja í og byrja aftur, en sjálfsagt hefur hún haft ástæður fyrir því hvernig hún brást við, fyrsta lagi hún var síðust í röðinni, kom ekkert heim í úr skólanum til að snyrta sig eða skipta um föt  fyrir tónleikana, hún beið niðri í skóla eftir söngkennaranum, örugglega eru ástæðurnar margar henni í hag sem draga úr svekkelsinu af því að heyra ekki fallegasta barnið í bænum svo ég tali nú ekki um hæfileikaríkasta,nefnið það bara þar er hún í fyrstasæti , SYNGJA BEST;  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Ertu búin að massa skattaskýrsluna?!?!

Láttu Önnu Margréti bara hafa sig til, punta sig smá og hafa smá einkatónleika bara fyrir þig, svo þú sjáir að hún kann lagið ;)

Knús og kossar frá Odense

Stella Rán, 6.5.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband