Færsluflokkur: Bloggar
5.2.2010 | 00:45
ussumsull og sussumbull ojbjakk en það svínarí, ,,, þetta er að helsta sem kemur upp í hugan í dag.
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 14:15
Nú sjómannaafslátturinn
Er ánægð með ummæli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Er ekki búið að skattleggja tekjur sjómanna eins og annara þar sem séð er fyrir því að þeir sem meira hafa í tekjur borga meira með hærri sköttum.
Er það ekki frekar gróft að taka út sjómannaafsláttinn ?
Sjómaðurinn getur ekki stokkið til og staðið með fjölskyldu sinni þegar mest reynir á að komast strax.
þegar sjómaður er í vinnunni sinni hefur hann ekki tök á að hlaupa til læknis þegar hann veikist skyndilega. Sjómaðurinn hefur ekki tök á að fara til tannlæknis akút þegar þörf er á.
Sjómaður yfir höfuð hefur ekki jafnan aðgang að samfélagsþjónustunni eins og við sem erum í landi alla daga ársins, það þekkist heldur ekki að aðrar stéttir taki þátt í kostnaði við að reka fyrirtæki sem þær vinna hjá; EÐA Hvað? .
Sjómannaafslátt þarf að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2009 | 16:25
Só
Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2009 | 21:14
Mig dreymdi töluna sex =>sem táknar samkennd og skynjun handan við skilningarvitin fimm: hún getur líka tengst átökum eða ágreiningi.
Það fer nú ekki mikið fyrir bloggfærslum hjá mér þótt ég hafi haft það að markmiði þegar ég byrjaði að skrifa eitthvað smá á hverjum degi, það er ljóst að ég ætla ekki að gera það, þótt ég hefði viljað skrifa um alla hluti og hafi skoðun á nánast öllu þá er ég ekki gallalaus og á þess vegna ekki auðvelt með að dæma aðra.
Dagurinn í dag er samt búin að vera ágætur, ég fattaði það í morgun að það hefur ábyggilega engin gert skattskýrslu fyrir mömmu sem lést í desember svo ég hringdi í skattstofuna og jú það þarf víst að gera skattskýrslu ég hef tíma þar til annað kvöld að skila skýrslu ég verð bara að klára á morgun að gera skýrsluna.
Eftir samtal við "skattinn" fór ég í göngutúr með kráku mína inní sveit, ég tók hressilega á og labbaði rösklega en hún kráka mín var ekkert nema letin og slugsaði bara við hliðina á mér og þótti ekkert til göngutúrsins koma, ég var nú svolítið spæld því það er farið í sveitina fyrir hana annars hefði ég bara farið í fjallgöngu með öllum hinum í bænum sem eru í lífstílsátaki, þegar heim var komið fékk ég skýringu á því hvað gekk að kráku hún var búin að fara með Elínu í góðan og erfiðan göngutúr þar sem hún ásamt tveimur öðrum hundum fengu að taka á og þau fengu hreyfingu fyrir allan daginn
Af því að ég fór í sveitagöngu og tók vel á þá fór ég í sund, fyrsta sálin í lauginni klukkan 16:00 og synti svolítið og svamlaði áður en skólatónleikarnir hjá Önnu Margréti byrjuðu klukkan 17:00
Tónleikarnir voru fínir og fullt af frábærum krökkum í tónlistanámi í bænum en gormurinn minn var ekki frábær hún mundi ekki textann og hló bara af því í staðin fyrir að telja í og byrja aftur, en sjálfsagt hefur hún haft ástæður fyrir því hvernig hún brást við, fyrsta lagi hún var síðust í röðinni, kom ekkert heim í úr skólanum til að snyrta sig eða skipta um föt fyrir tónleikana, hún beið niðri í skóla eftir söngkennaranum, örugglega eru ástæðurnar margar henni í hag sem draga úr svekkelsinu af því að heyra ekki fallegasta barnið í bænum svo ég tali nú ekki um hæfileikaríkasta,nefnið það bara þar er hún í fyrstasæti , SYNGJA BEST;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 00:00
Dagleg umræða
Ég hlakka til að fylgjast með hvernig komandi ríkisstjórn ætlar að ná peningum út úr skattborgurum án þess að ofbjóða kjósendum en það hlýtur að vera kúnst. Því engin vill auka byrgðar heimilanna en allir vilja ná í peningana okkar hvort sem þeir eru fáir eða margir.
Það er nú það en ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa, að sjálfsögðu jafna skiptingu eymdarinnar frekar en misjafna skiptingu lífgæðanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 15:41
Kannski eitthvað fyrir mig
Þetta gæti verið skemmtilegt ég hef allavega hugsað mér að skrifa hér eitthvað og halda þannig nokkurskonar dagbók.
Bloggar | Breytt 21.4.2009 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)