Nú sjómannaafslátturinn

Er ánægð með ummæli  Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. 

Er ekki búið að skattleggja tekjur sjómanna eins og annara þar sem séð er fyrir því að þeir sem meira hafa í tekjur borga meira með hærri sköttum.

Er það ekki frekar gróft að taka út sjómannaafsláttinn ?

Sjómaðurinn getur ekki stokkið til og staðið með fjölskyldu sinni þegar mest reynir á að komast  strax.

þegar sjómaður er í vinnunni sinni hefur hann ekki tök á að hlaupa til læknis þegar  hann veikist skyndilega. Sjómaðurinn hefur ekki tök á að fara til tannlæknis akút þegar þörf er á.

Sjómaður yfir höfuð hefur ekki jafnan aðgang að samfélagsþjónustunni eins og við sem erum í  landi alla daga ársins, það þekkist heldur ekki að aðrar stéttir taki þátt í kostnaði við að reka fyrirtæki sem þær vinna hjá; EÐA Hvað? .


mbl.is Sjómannaafslátt þarf að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég meina ef við eigum að fara að ákveða skattafslátt eftir því hversu góðan aðgang eigi að samfélagsþjónustunni, þá leiðir það bara til algerrar vitleysu. Ég veit um fjölda manns sem ekki geta stokkið til akút eða annað þegar á reynir, og þeir fá engan afslátt frá skattinum. Hvernig með þá sem t.d. komast ekki að ákút hjá tannlækni, en verða þess í stað að bíða jafnvel í nokkra daga (hef sjálfur reynslu af þessu þar sem ég þurfti að kveljast með dúndrandi tannpínu í 6 daga áður en ég komst í aðgerð til að laga þetta).

Þetta eru nú einhver sú mesta vitleysis rökleysa sem ég hef heyrt. Hvað t.d. með allan þyrluflotann sem við erum með fyrir sjómennina þeim til öryggis og er sjálfsagt að sé fyrir hendi og þeim að kostnaðarlausu. Ef þeir eiga að fá afslátt af skatti af því að þeir komast ekki strax, eigum við þá ekki að láta þá borga kostnaðinn fyrir þessar þyrlur???

Hvað það varðar að sjómenn séu eina stéttin sem taki þátt í kostnaði við að reka fyrirtækin þá er það nú svo að fyrir utan sjálftökubankamennina, þá er sjómannastéttin eina stéttin sem fær laun sín sem hlutfall af tekjum (ekki afkomu) þeirra fyrirtækja sem þeir vinna hjá.

Nei þennan afslátt á að vera búið að leggja af fyrir lögnu. Það er akkúrat engin röksemd fyrir því að við hin þurfum að vera að borga skattinn fyrir sjómenn.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:23

2 identicon

ég skil ekki alveg hvað þú ert að blanda tannlæknum inn í þetta, þjónusta þeirra er ekki niðurgreidd af ríkinu þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Og hvaða andskotans þyrluflota ertu að tala um, þetta eru tvær þyrlur, þær eru notaðar í að bjarga mannslífum en þér finnst það greinilega ekki vera neins virði. svo er búið að skera svo mikið niður að það er bara ein áhöfn í þyrlurnar og var maður nálægt því að deyja úr botnlangakasti út á sjó út að þyrlan gat ekki náð í hann strax. og þessar þyrlur eru ekki bara fyrir sjómenn, þær eru til þess að bjarga öllum, reykvíkingum líka. ef að þú tínist upp á jökli þá er þyrlan notuð í að bjarga þér, leita af þér. þannig að það er bara sanngjarnt að allir borgi af þyrlunum, þær eru fyrir alla, ekki einungis sjómenn. Sjómenn eru heldur ekki einu sem fá laun í hlutfalli við afkomu. Frystihús gefa bónusa sem eru samanlagðir af hversu mikið fór út frá þér á þeim tíma sem þú vannst. Ég vill nú sjá þig vera skorinn frá vinum og fjölskyldu í 6 daga, og jafnvel í mánuð og sætta þig við það að fá engann afslátt af sköttum. að vera innilokaður í viku á litlum járnklump með 10 öðrum mönnum getur verið leiðinlegt, það þarf bara einn leiðinlegann mann og þá eru allir orðnir pirraðir í kringum þig. þetta tekur ekki bara líkamlega á, heldur andlea líka.

Hjörleifur Guðnason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:45

3 identicon

Hjörleifur minn.

Ég hef verið skorinn frá vinum mínum og fjölskyldu í marga daga, þó svo að ég hafi ekki farið á neinn dall á meðan. Það hefur hins vegar ekkert með skattaafslátt að gera. Ekki misskilja mig hvað það varðar að ég er því hjartanlega sammála að sjómenn eiga að hafa góð laun fyrir vinnu sína. Þetta getur ekki verið skemmtileg vinna og hættan við hana er mikil, ekki bara að skipin séu að farast (sem betur fer hefur verið lítið af undanfarið) heldur er slysahætta líka mikil.

En varðandi þyrlurnar þá skulum við ekkert vera að skafa af því að þær voru fengnar fyrst og fremst fyrir sjómennina okkar. Það að þær nýtist síðan við fleiri verk en að þjónusta sjómennina er bara af hinu góða. Ef ekki hefði komið stíf krafa frá sjómannastéttinni um að hingað yrðu fengnar þyrlur til að vera nr. 1, 2 og 3 öryggistæki fyrir sjómenn, værum við ennþá að bíða eftir að fá þær hingað, nema þær sem einkaaðilar eiga og reka.

Ekkert af þessu er í mínum huga ástæða til að sjómenn séu að fá afslátt af skatti, ég sé bara enga ástæðu til þess að landsmenn séu að borga hærri skatti til þess að einkafyrirtæki þurfi ekki að borga hærri laun. Ég er alfarið á móti því að ríkissjóður sé að taka þátt í greiðslu launa einkafyrirtækja hvort sem um er að ræða einkareknar útgerðir eða önnur fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bara einfaldlega að borga sín laun sjálf.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:57

4 identicon

Og þessar kröfur sjómanna hafa þar með gert mikið fyrir öryggi landsmanna.

Okay afnemum skattafsláttinn, gefum þeim frekar dagpeninga eins og starfsmenn ríkisins fá sem þurfa að fara úr heimabæ sínum í einhverja daga. Það er bar mikið meiri upphæð heldur en skattafslátturinn. Og ég er alveg sammála að útgerðarmenn ættu að borga meira í launum sjómanna. Mér finnst til dæmis alveg fáránlegt að sjómenn borgi part í olíunni sem er tekin á bátinn, og að ef að útgerðarmaðurinn vill getur hann tekið part af launum sjómanna á nýjum bátum í að borga upp bátinn. Ef að ég væri í þeim aðstöðum að þurfa að borga af nýjum bát hjá einhverjum útgerðarkarli og hann myndi seja hann í framtíðinni þá myndi ég heimta mína prósentu sem ég borgaði af bátnum endurgreidda. 

Ég er ekki að segja að útgerðarmenn séu saklausir í þessu, en þegar að hefur eithvað komið fyrir sjómenn, farið er illa með þá, þá segir enginn neitt. Sjómann hafa reynnt að fara í verkfall en það var sigað lögum á þá. Og svo var ekkert um það mál meir. Ég segi bara hingað og ekki lengra, ég tek ekki þátt í svona helvitis kjaftæði. Ef að ástandið hjá þessari helvítis ríkisstjórn fer ekki að batna þá drulla ég mér burt. Ég get ekki horft á þetta fallega land hrynja.

Hjörleifur Guðnason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:46

5 identicon

Sigurður,veit ekki betur en að við sjómenn hafi haft frumkvæði að því að styrkja kaup á þyrlum LHG.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband